Færslur: 2006 Mars
16.03.2006 17:18
Enn fleiri myndir
Eins og kannski má lesa úr fyrirsögnum síðustu færslna þá vantar mig orðaforða!
Ég er svo löt við þetta að það hálfa væri nóg. En allavegna fleiri skemmtilegar myndir af mér að leika mér og í þetta sinn var ferðinni heitið meðfram frönsku rivíerunni og til Monaco.
Landið (hið annað minnsta í heiminum á eftir Vatíkaninu) hefur lifibrauð sitt af billjónamæringum enda sannkölluð skattaparadís og byggingarnar og "Laugavegurinn" þar eftir því (eintómar Chanelar og Gucciar)! Það er bara gaman að labba þar um og tjékka á fólkinu, margar litlar Parisar Hilton o.s.frv......
Annars er helst að frétta að allir kúrsarnir mínir klárast á morgun svo ég verð þar með komin í næstum því 2 mánaða "frí". Svo loksins er komið að því að knúsa Bósó minn í viku í Ungverjalandi frá og með 29.mars, en ekki fyrr en ég verð búin að vera viku fyrst hjá Elsu í London. Eins verður einkar ánægjulegt að geta loks sofið út eftir að hafa vaknað kl. 6 alla virka daga núna í 6 vikur! Ég ætlaði varla að geta haldið mér vakandi í morgun í refsiréttinum og finn að ég er alveg við það að gefast upp á öllum þessum kúrsa - og tímafjölda.
Ég ætla að enda á sinni og óska Þórunni minni hjartanlega til hamingju með afmælið sitt! Afmæliskossar ;-)
- 1