Færslur: 2005 Nóvember
17.11.2005 15:42
Jæja, nú er ég búin að sitja í skólanum og vafra um netið í 3 tíma og er gjörsamlega að tapa glórunni á þessu þráðlausa neti því í hvert sinn sem ég smelli á send þá tapa ég öllu sem ég hef skrifað...........arg!!!!!!! Þetta er ekki fyrir óþolinmóða og því er ég komin í Wordið núna! En allavegna loksins loksins er ég búin að setja inn myndir og það heilan helling svo nú getið þið dundað ykkur við að finna út hvar ég er á hverri þeirra og með hverjum!
Annars verð ég að skrifa líka eitthvað fallegt um hann Bram vin minn frá flæmskumælandi hluta Belgíu (eins gott að hafa það á hreinu), því hann var hjá mér um daginn þegar ég var að blogga og var ekkert smá móðgaður yfir því að ég það stóð ekkert aukatekið orð um hann í því, svo ég lofaði honum að ég skyldi bæta úr því hið snarasta! Bram hitti ég sem sagt fyrsta daginn minn í Aix, og það hvorki meira en minna þrisvar alveg óvænt, svo eftir það höfum við verið meira og minna saman og okkur tókst fljótlega að stækka grúppuna okkar með því að snara til okkar 5 skiptinemum í viðbót, en gengið samanstendur af Ingrid (norsk), Kasia (pólsk), Karin (sænsk) og Valerie og Floor (hollenskar). Öll eigum við það sameiginlegt að koma ein frá okkar landi, nema augljóslega þær tvær síðasttöldu, en þeim til málsbóta þá þekktust þær nánast ekki neitt fyrir komuna hingað! Við erum svo saman öllum stundum, nánast...og sprellum margt saman. Annað kvöld er Karin t.d. búin að bjóða okkur til sænsks kvölds, þar sem hún snara fram ýmislegt góðgæti ættað fra Sverige, eins og sænskar kjötbollur og fleira gúmmelaði! Það verður góð tilbreyting frá öllu djamminu hingað til að eiga rólega kvöldstund með góðum mat (veit reyndar ekki hvort hún sé mikill kokkur...), og það á föstudagskveldi! Annars var Beaujolais Nouveau að koma út svo ég veit ekki alveg hversu róleg restin af helginni verður.
Þeim hefur þó farið fjölgandi undanfarið, þ.e. rólegu kvöldstundunum, og er það hið besta mál, því ég hef getað komið ýmsu í verk, eins og því að gera hreint og þvo heilu tonnin af þvotti!
Um helgina er stefnan svo tekin til Avignon, sem er í rúmlega klst. fjarlægð héðan. Núna er ferðahugurinn kominn á ný í mannskapinn, sérstaklega í ljósi þess að það er farið að síga á seinni hlutann á dvölina hjá einnar annar Erasmus nemum.
Verð að hætta núna í bili og klára að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að koma í verk í dag, en það ber einna hæst að kaupa í matinn og reyna að tölvuskrifa eitthvað af glósum vikunnar!
À bientôt mes amis.....Ebbs.
09.11.2005 14:34
Var ad koma ùr 3 klst. longum matartima med "gudfodurnum" minum her i Aix. Hann er hreint ut sagt otrulegur drengur, i ordsins fyllstu merkingu. Hann er i meistaranami i sogu og er med trahyggju a hau stigi um island og allt sem islenskt er. Hann tekkir skrytnustu hluti og stadreyndir um land okkar og tjod og fer lett med ad syngja vinsael Bubba og Megasar log og Maistjornuna (tad er ju haegt ad kynna ser allt a netinu)! Eg hitti hann i 3.sinn i dag og i hvert sinn er eg uppgefin eftir a, og tad er ekki bara hausverkurinn af fronskunni heldur lika af tvi ad halda landkynningu um Island og svara spurningum tar um. Eg er buin ad margbidja hann um ad haetta ad tala um Island og koma fram vid mig eins og eg se einhver sjaldgaef sjon, en hann tekur engum sonsum. Tvi er spurning hvort eg fari ekki ad sparka honum og serstaklega i ljosi tess ad eg sotti ekki einu sinni um "gudfodur" heldur var mer einfaldlega uthlutad honum af altjodaftr her ("gudfadirinn" sagdi mer seinna ad hann hefdi bedid i ofvaeni eftir islendingi i langan tima og ad hann hefdi verid mjog vonsvikin i fyrra tegar e-r stelpa beiladi a tvi ad koma til frans......eg!)
Annars laet eg frekari sogur bida seinni og betri tima! Her er allt med kyrrd og ro to somu sogu se ekki ad setja af restinni af Frakklandi; og virdast radamenn her telja ser tru um ad tad se ad faerast einhver ro a lydinn, tar sem einungis "500" bilar voru brenndir i landinu i nott!! Eftir ad eg fattadi ad Kasia vinkona aetti sjonvarp hef eg ylgst grannt med frettunum a hverju kvoldi, en adalsportid hja frettamonnunum her i landi er ad syna umfjollun annarra landa i fjolmidlum um oeirdirnar i Frans og haeda frettamennsku teirra sem aesifrettir! Ja, Frakkarnir eru sko engum likir!
Jaeja, aetla ad drifa mig heim og halda afram ad lesa samkeppnisrettinn. Byrjadi i flugrettinum i gaer og gekk voda vel, glosadi og glosadi (ekki bara samhengislaus ord!) og skildi bara vel kennarann allan timann. Svo eg helt full sjalfstrausts i tima i morgun, fullviss um ad eg vaeri buin ad finna ljosid en svo var nu aldeilis ekki, tvi eg get sagt ykkur tad ad eg skildi minna en ekkert........og tad i retti og truarbrogdum, sem eg hefdi nu haldid ad vaeri med audveldari ordaforda!
A bientôt, Ebba.
03.11.2005 12:46
Paris
Jaeja, ta er vetrarfriid a enda og skolinn byrjadur a ny. Var ad byrja i tveimur nyjum kursum: Retti og truarbrogdum og flugretti. Sa fyrri lofar mjog godu og er blanda af logfraedi, truarbrogdum og felagsfraedi sem er ahugavert og mikid hitamal ekki sist i landi sem Frakklandi tar sem uir og gruir af innflytjendum og utlendingum og hver og einn med olikan bakgrunn. Lika god tilbreyting fra turri logfraedinni. Eg bid svo i ofvaeni eftir flugrettinum; adallega tvi eg hef ekki hugmynd um um hvad hann fjallar!
Var i fronsku i 2 tima i morgun og for svo beint i tima til 12 og er tvi buin i dag og vaeri komin i langtrad 4 daga helgarfri (nuna er eg ekki i timum a manud og fosd!) ef ekki vaeri fyrir andsk... aukatimann i mannrettindaretti fra 9-13 a laugard, takk fyrir..
Annars var nu adalastaedan ad segja adeins fra Paris, teirri aedislegu borg! Tad var um og yfir 20 stiga hiti og sol allan timann; hreint ekki slaemt ad valsa um i sumarfotum sidustu helgina i okt! Vid forum 4 saman: Kasia (Polland), Floor (Holland) og Karin (Svitjod) og svo var Ingrid (Noregur) i Paris med fjolsk. sinni. Tad er of langt mal ad telja upp allt sem vid gerdum (auk tess sem lyklabordid er hreinlega ad gera ut af vid tolinmaedina) en i stuttu mali sagt ta var farid a Centre Pompidou, Musee d'Orsay, labbad um Montmartre, gydingahverfid og Marais, Rauda myllan skodud, drukkid kaffi a kaffihusinu tar sem Amelie var filmud o.s.frv. Og audvitad farid ad Eiffelturninum, Sigurboganum .......Aetla svo ad setja inn myndir vid fyrsta taekifaeri!
Hafid tad annars gott, aetla ad haetta i bili og drifa mig heim ad lesa samkeppnisrett.......jammi
A toute l'heure.......Eb.
- 1