18.01.2006 11:07

Góðan dag.

Var rétt í þessu að koma frá gjaldkeranum sem ég borga leiguna hjá.  Þessi elska er kurteisin uppmáluð í hvert sinn eða þannig og núna endaði samtalið okkar í hörkurifrildi, eða einhvern svona:  ,,Hún öskraði "jú víst" á milli þess sem ég sagði ákveðið "nei"!  Mjög vandræðaleg aðstaða en engu að síður algeng þegar maður fer þangað.  Eitt get ég þó sagt að þegar starfsfólk í opinbera geiranum hér þarf að glíma við fólk á borð við t.d. stúdenta, þá stendur því hreinlega slétt á sama; flestir þeirra eru a.m.k. tilbúnir að senda þig nokkrar ferðir eftir e-m algerum tittlingaskít.  Gott dæmi er Kasia vinkona sem hefur þurft að fara 3 ferðir í bankann eftir 500?, og hún er enn ekki búin að fá greidda alla upphæðina!

Að frönskum mannasiðum frádregnum, er annars allt ljómandi að frétta, og ég hlakka mikið til að komast í frí og ekki síst ef það þýðir nokkra daga í Skotlandi líka!  Planið er annars að hitta Elsu líka og bralla eitthvað skemmtilegt saman.  En áður en ég flýg í fríið, þarf ég að klára ýmislegt í dag, og þar ber hæst að skila inn valeyðublaði á kúrsum fyrir næstu önn.  Tel mig hafa fundið nokkra áhugaverða og ætla skrá mig í enn fleiri til vara.  Hafið það gott í snjónum heima, hér skín sólin á ný!

Kossar,

Ebbs. 

 

 

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 65820
Samtals gestir: 16386
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:57:55