07.12.2005 11:18

Sjáumst í næstu viku!

Bara 9 dagar þangað til ég kem heim og ég get ekki beðið.  Ég held að svefnleysi síðustu nátta sé afleiðing spennings og áhyggna af jólagjafainnkaupum en ekki ómeðvitað prófstress......

Já, og það eru bara 5 dagar í Londres, mamma mía ég get ekki beðið eftir því að vera eins og blóm í eggi hjá Helga og Debbie og þess á milli að sötra afmæliskokkteila með Els í Soho.  Og eins verða jólagjafainnkaup þessa árs gerð í London (gaman gaman að vera í troðningum á Oxford Street rétt fyrir jól ? sviti og tár) og væntanlega reyni að ég að kíkja aðeins í lögfræðiskruddurnar líka..sjitt þetta er að verða of mikið ? ég er svo ótrúlega slow og mikill nautnaseggur að það verður nú eitthvað af þessu látið sitja á hakanum.....hmmm sennilega hið síðasta ef ég þekki mitt rétt.  Annars ættu tíðindi dagsins að sparka ærlega í rassinn á mér, en ég var að komast að því að á vikupróftímabili, þá er ég allavegna í 2 prófum sama daginn (með nokkra klst millibili).  Hversu gaman verður það ekki að fara í droit aérien um tíuleytið og mæta svo í droit et religion upp úr 2!  Er þegar farin að hlakka til 10.janúar enda bæði þessi fög með gríðarmikið lesefni svo þetta verður frekar létt.

Annars hef ég það á tilfinningunni að próflesturinn verði e-ð í áttina að ?den tid, den sorg?, enda með ólíkindum erfitt bara að ímynda sér að ég þurfi að verja jólunum í próflestur.  Grátlegt þegar allt sem mig langar til að gera heima er að kyssa og knúsa fjölskylduna mína og vini út í hið óendanlega og þar á eftir horfa á sjónvarp.......bara e-ð, því að eftir tæpra 4 mánaða svelti skiptir það ekki máli!

Svo eftir mjög svo rólega síðustu viku, þá er á ný brjálað að gera, núna rétt áður en ég fer, alls kyns aukatímar og undirbúningsfundir, kveðjupartý, afmælispartý, fara út að borða o.s.frv.  Mjög skemmtilegt en tímafrekt ? mér finnst ég þurfa að ná að gera trilljón hluti fyrir mánudaginn.

Ætla að fara að koma mér heim núna og halda áfram að lesa droit aérien, sem þvert á mínar ?fyrirfram væntingar?, hefur reynst vera skemmtilegasti kúrs vetrarins.  Ég verð sannkallaður sérfræðingur í flugsamgöngum og notkunarrétti þjóða á geimnum þegar yfir lýkur..sjáum til!

Allavegna sjáumst í næstu viku.......omg er búin að bíða lengi eftir að geta sagt það!

Ebbi litli

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 65820
Samtals gestir: 16386
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:57:55