17.11.2005 15:42

Jæja, nú er ég búin að sitja í skólanum og vafra um netið í 3 tíma og er gjörsamlega að tapa glórunni á þessu þráðlausa neti því í hvert sinn sem ég smelli á send þá tapa ég öllu sem ég hef skrifað...........arg!!!!!!!  Þetta er ekki fyrir óþolinmóða og því er ég komin í Wordið núna!  En allavegna loksins loksins er ég búin að setja inn myndir og það heilan helling svo nú getið þið dundað ykkur við að finna út hvar ég er á hverri þeirra og með hverjum!

Annars verð ég að skrifa líka eitthvað fallegt um hann Bram vin minn frá flæmskumælandi hluta Belgíu (eins gott að hafa það á hreinu), því hann var hjá mér um daginn þegar ég var að blogga og var ekkert smá móðgaður yfir því að ég það stóð ekkert aukatekið orð um hann í því, svo ég lofaði honum að ég skyldi bæta úr því hið snarasta!  Bram hitti ég sem sagt fyrsta daginn minn í Aix, og það hvorki meira en minna þrisvar alveg óvænt, svo eftir það höfum við verið meira og minna saman og okkur tókst fljótlega að stækka grúppuna okkar með því að snara til okkar 5 skiptinemum í viðbót, en gengið samanstendur af Ingrid (norsk), Kasia (pólsk), Karin (sænsk) og Valerie og Floor (hollenskar).  Öll eigum við það sameiginlegt að koma ein frá okkar landi, nema augljóslega þær tvær síðasttöldu, en þeim til málsbóta þá þekktust þær nánast ekki neitt fyrir komuna hingað!  Við erum svo saman öllum stundum, nánast...og sprellum margt saman.  Annað kvöld er Karin t.d. búin að bjóða okkur til sænsks kvölds, þar sem hún snara fram ýmislegt góðgæti ættað fra Sverige, eins og sænskar kjötbollur og fleira gúmmelaði!  Það verður góð tilbreyting frá öllu djamminu hingað til að eiga rólega kvöldstund með góðum mat (veit reyndar ekki hvort hún sé mikill kokkur...), og það á föstudagskveldi!  Annars var Beaujolais Nouveau að koma út svo ég veit ekki alveg hversu róleg restin af helginni verður.

Þeim hefur þó farið fjölgandi undanfarið, þ.e. rólegu kvöldstundunum, og er það hið besta mál, því ég hef getað komið ýmsu í verk, eins og því að gera hreint og þvo heilu tonnin af þvotti!

Um helgina er stefnan svo tekin til Avignon, sem er í rúmlega klst. fjarlægð héðan.  Núna er ferðahugurinn kominn á ný í mannskapinn, sérstaklega í ljósi þess að það er farið að síga á seinni hlutann á dvölina hjá einnar annar Erasmus nemum.

Verð að hætta núna í bili og klára að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að koma í verk í dag, en það ber einna hæst að kaupa í matinn og reyna að tölvuskrifa eitthvað af glósum vikunnar! 

À bientôt mes amis.....Ebbs.

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 65820
Samtals gestir: 16386
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:57:55